Stefna fyrirtækisins

Við hlustum – verkin tala

Megin stefna fyrirtækisins er að veita fjölbreyttar lausnir fyrir okkar viðskiptavini, þar sem ávallt er gætt að hraða í framleiðslu, þó aldrei þannig að það komi niður á gæðum í vinnslunni.

Þegar við tökum á móti viðskiptavinum hlustum við gaumgæfilega á óskir þeirra. Við leggjum kapp á að setja okkur vandlega inn í sérhvert verk og komum þannig í veg fyrir að misskilningur eigi sér stað í verkferlinu.

Starfsfólk prentsmiðjunnar veitir ráðgjöf um val á pappír og framleiðsluleiðum og við leggjum okkur fram um að leysa úr öllum fyrirspurnum og finna rétta lausn.

Þá veitum við örugga og góða þjónustu við gerð tilboða og verðáætlana. Áhersla er lögð á að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu, með sem fæstum milliliðum.

Við vitum að grunnur að góðu fyrirtæki er starfsfólkið, við leggjum áherslu á að vinnuaðstaða sé góð, þannig að starfsfólki líði vel.

Auðbrekka 12 | 200 Kópavogi

510 2700

Gagnaþjónusta

svansprent@svansprent.is

Opið frá 8:00 - 16:30 mánudaga til fimmtudaga.

Opið frá 8:00 - 16:00 á föstudögum.