Flutningsleiðir gagna

Hægt er að senda okkur gögn á marga mismunandi vegu.

Tölvupóstur

 

Tölvupóstur – svansprent@svansprent.is

Tölvupóstur er þægileg leið til að senda gögn, þó eru takmörk hversu stór skjöl hægt er að senda með tölvupósti. Misjafnt er hversu stór viðhengi póstþjónar leyfa notendum að senda, en póstþjónn Svansprents getur tekið við allt að 30 mb. skjölum.

Það er ágæt regla að að pakka gögnum áður en þau eru send yfir netið.

Gagnaþjónn

 

Gagnaþjónn Svansprents – svansprent.is/ftp

Gagnaþjónn Svansprents, er auðveld og notendavæn leið til að senda okkur gögn. Mjög hentugt fyrir allar stærðir skjala, hraðinn er allt að 950 mb/klst, það fer þó allt eftir tengihraða viðskiptavinar. Gestum er veittur takmarkaður aðgangur að gagnaþjónustunni með því að gefa upp netfang sem aðgangsorð. Við hvetjum þó viðskiptavini okkar sem nota þess leið reglulega að hafa samband við okkur og fá úthlutuðu notendanafni. Hægt er að senda póst á adstod@svansprent.is til að fá úthlutuðu notandanafni.

Skráarþjónn

 

FTP skrárþjónn – ftp://ftp.svansprent.is

FTP skrárþjónn er mjög hentugt og hraðvirk leið fyirir allar stærðir skjala. Til þess að tengjast FTP skrárþjóni þarf að hafa þar til gert FTP skrárfluttninga forrit.

Gestir geta tengt sig með því að nota aðgangsorðið “gestur” og gefa upp netfang sem lykilorð. Við hvetjum þó viðskiptavini okkar sem nota þess leið reglulega að hafa samband við okkur og fá úthlutuðu notendanafni. Hægt er að senda póst á adstod@svansprent.is til að fá úthlutuðu notandanafni.

Diskar og USB lyklar

 

Einnig er hægt að koma með eða senda okkur gögn á geisladiskum, DVD Diskum eða á USB lyklum.

Auðbrekka 12 | 200 Kópavogi

510 2700

Gagnaþjónusta

svansprent@svansprent.is

Opið frá 8:00 - 16:30 mánudaga til fimmtudaga.

Opið frá 8:00 - 16:00 á föstudögum.