
Persónuverndarstefna
prenti ehf., kt. 681073-0199, Auðbrekku 12, 200 Kópavogi er lögð rík áhersla á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið vinnur.
Þessi persónuverndarstefna er ætluð til upplýsinga um vinnslu fyrirtækisins á persónuupplýsingum, þ.á.m. hvaða persónuupplýsingum það safnar og nýtir og hvernig slíkar persónuupplýsingar eru geymdar.
Meðferð persónuupplýsinga byggist á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Við vinnum aðeins með upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir tilgreind markmið og tryggjum að meðferð sé lögmæt, sanngjörn og gagnsæ.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Þær persónuupplýsingar sem við söfnum velta á því hvaða þjónustu viðskiptavinur hefur óskað eftir og í hvaða tilgangi hann hefur nálgast okkur. Upplýsingar sem við getum safnað eru m.a.:
- Nafn, kennitala, netfang, símanúmer, heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar sem viðskiptavinir veita okkur.
- Kreditkortanúmer, debetkortanúmer, reikningsupplýsingar og/eða aðrar bankatengdar upplýsingar sem viðskiptavinir veita okkur.
- Upplýsingar sem tengjast viðskiptum og greiðslum, svo sem viðskiptasaga, reikningaupplýsingar og aðrar upplýsingar sem við þurfum til að geta sinnt og afhent pantanir.
- Greiðsluupplýsingar og reikningsviðskiptaupplýsingar – s.s. dagsetningar á greiðslum.
- Samskipti sem viðskiptavinur velur að eiga við okkur, s.s. tölvupóstar, skilaboð send í gegnum vefviðmót, hljóðrituð símtöl, bréf eða önnur samskipti.
- Gögn um notkun vefsíðu skrárþjóns, IP-tölu og fleira til að bæta þjónustu okkar og tryggja öryggi kerfisins.
- Þau gögn sem viðskiptavinir láta okkur í té, til frekari vinnslu, svo sem til prentunar.
- Að öðru leyti en tekið er sérstaklega fram í stefnu þessari aflar fyrirtækið persónuupplýsinga beint frá viðskiptavinum. Upplýsingar kunna þó jafnframt að koma frá þriðja aðila, t.d. úr Þjóðskrá.
Þú getur skoðað og notað vefsvæði Svansprents ehf. án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar. Við söfnum ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú nýtir þér þjónustu okkar, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.
Hvernig notum við persónuupplýsingar?
Við notum persónuupplýsingar til eftirfarandi:
- Að veita þjónustu og/eða vörur sem óskað er eftir, til dæmis með því að vinna pöntun.
- Vinna úr og/eða svara beiðnum og fyrirspurnum sem okkur berast.
- Upplýsa um og bjóða tiltekna þjónustu, breytingar á henni eða sérstök tilboð.
- Senda reikninga vegna viðskipta við okkur, svo sem vöru-og/eða þjónustukaup.
- Meta lánshæfi viðskiptavinar.
- Að uppfylla lagalegar skyldur sem kunna að gilda um okkar starfsemi.
Miðlun persónuupplýsinga
Svansprent ehf. kann að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila sem veita félaginu þjónustu sem tengist vinnslu persónuupplýsinga og er hluti af rekstri félagsins. Dæmi um slíka aðila eru utanaðkomandi ráðgjafar, s.s. endurskoðendur, lögmenn og úttektaraðilar. Miðlun persónuupplýsinga til slíkra aðila er byggð á lögmætum hagsmunum félagsins af því að úthýsa tilteknum verkefnum til utanaðkomandi aðila.
Þar að auki kann félagið að miðla persónuupplýsingum til eftirlitsyfirvalda þegar félaginu er það skylt samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða dómsúrskurði. Dæmi um slíka miðlun er afhending persónuupplýsinga til eftirlitsyfirvalds, s.s. Fjármálaeftirlitsins, Ríkisskattstjóra eða lögreglu á grundvelli dómsúrskurðar eða lögmætrar beiðni.
Þriðju aðilar
Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsingaöflunar eða vinnslu þriðja aðila er við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þar á meðal stefnu vefhýsingaraðila þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.
Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga
Við tökum viðeigandi tækni– og stjórnsýslulegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar fyrir óviðkomandi aðgangi, breytingum, birtingu eða eyðingu. Aðgangur að upplýsingum er takmarkaður við þá starfsmenn sem þurfa þær til að sinna störfum sínum.
Persónuupplýsingar eru geymdar í aðgangstýrðum tölvukerfum þar sem passað er upp á að einungis þeir sem þurfa að hafa aðgang að gögnum hafi. Er tryggt að allar almennar varnir tölvukerfa séu til staðar, þær uppfærðar og vaktaðar reglulega.
Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?
Við varðveitum persónuupplýsingar ekki lengur þörf krefur eða lög kveða á um eyðingu þeirra.
Réttindin þín sem einstaklingur
Þú hefur meðal annars eftirfarandi réttindi varðandi meðferð persónuupplýsinga:
- Rétt til aðgangs: Réttur til að fá afrit af þeim upplýsingum sem við höfum um þig.
- Rétt til leiðréttingar: Réttur til að fá leiðréttingar á upplýsingum sem eru rangar eða óuppfærðar.
- Rétt til eyðingar: Í tilvikum þar sem upplýsinga er ekki lengur þörf eða meðferð þeirra er ólögmæt, getur þú óskað þess að þeim verði eytt.
- Rétt til mótmæla: Réttur til að mótmæla meðferð upplýsinga sem byggir á löggjöf eða samningi.
Ef þú vilt nýta þér réttindi þín eða hefur spurningar varðandi meðferð persónuupplýsinga, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið adstod@svansprent.is.
Breytingar á persónuverndarstefnu
Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu. Allar breytingar verða birtar á vefsíðu okkar og taka gildi þegar þær hafa verið birtar. Við hvetjum þig til að kíkja reglulega á þessa síðu til að fylgjast með breytingum.