Svansprent með umhverfisvottun

Starfsmenn Svansprents stuðla stoltir að aukinni sjálfbærni og verndun umhverfisins.

Svansprent hlaut í nóvember 2010 prentframleiðsluna vottaða af Svaninum. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, hefur skapað sér fótfestu hér á landi og er þekkt meðal neytenda.

Viðskiptavinir okkar hafa í auknum mæli sóst eftir að vera vistvænir í innkaupum, bæði hið opinbera sem og einkageirinn. Þessi þróun er ánægjuleg að okkar mati, því eitt brýnasta verkefni dagsins í dag er að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda komandi kynslóða til handa.

Strangar kröfur Svansins tryggja umhverfisáhrif framleiðslunnar eru lágmörkuð, allt frá uppruna hráefna til meðhöndlunar úrgangs.

Svansvottunin tryggir að neikvæð umhverfisleg áhrif framleiðslunnar eru lágmörkuð. Meðal helstu krafna Svansins eru:

 Að minnsta kosti 95% af allri efnanotkun uppfylli strangar kröfur Svansins
• Að stærsti hluti framleiðslunnar sé prentaður á pappír samþykktan af Svaninum.
• Að afskurður sé lágmarkaður og að hámarks nýting sé á pappír svo sem minnst fari til spillis.

Starfsmenn Svansprents eru stoltir af því að stuðla að aukinni sjálfbærni og verndun umhverfisins.

Auðbrekka 12 | 200 Kópavogi

510 2700

Gagnaþjónusta

svansprent@svansprent.is

Opið frá 8:00- 16:30 mánudaga til fimmtudaga.

Opið frá 8:00- 16:00 á föstudögum.