Skil á verkum

Format mynda: Mælt er með að vista myndir sem PSD, JPG, TIFF, EPS eða JPG.Ef myndinni er ætlað að innihalda Pantone liti þá þarf að nota PSD.

Litasvið mynda: Við upphaflega vinnslu mynda eru þær oftast í RGB litasviði, æskilegast er að skila myndunum þannig og láta kerfið okkar sá um að varpa þeim sjálfkrafa yfir í CMYK.

Hér má sjá nánari upplýsingar um RGB

Upplausn mynda: Best er að skila myndum fyrir prentun í 300 dpi ef kostur er, en hægt er að komast upp með að nota myndir í minni upplausn, við höfum sér myndir í allt að 150 dpi koma ágætlega út í prentun. Við mælum þó ekki með að taka þá áhættu nema nauðsyn krefji.

Það ber einnig að hafa í huga að innskannaðar myndir eru viðkvæmari fyrir lægri upplausn.

Þekja: Ef myndum er skilað í CMYK, þá mælum við með að samanlögð þekja í fjórlit fari ekki yfir 320%

Svarthvítar myndir: Myndir sem skulu prentast svarthvítar í einum lit skulu vistaðar sem Grayscale, alls ekki sem RGB eða CMYK.

Vektor teikningar og texti

Litur á vektor teikningum og letri ætti að vera í CMYK, leyfilegt er þó að nota RGB í vektor teikningum og texta, þó aldrei fyrir svartan eða hvítan.

Letur

Við mælum með að viðskiptavinir okkar noti Open Type, True Type eða Type 1 (postscript) letur gerðir, þær eru öruggastar, minstar líkur á fonta flakki með þeim.

Ef verkinu er ekki skilað sem PDF skal skila öllu letri með til prentsmiðju sem nota á í verkinu, til að koma í veg fyrir að texti flæði vitlaust.

Blæði

Það er nauðsynlegt að láta allar myndir og grunna sem ná út í skurð, blæða um minnst 3mm út fyrir skorna stærð verksins.

Svartir grunnar

Þegar á að prenta stóra svarta fleti mælum við með því að blanda fleirri litum út í til að fá fallegri áferð og dýpri svartan lit. Litablandan sem við mælum með er: Cyan=25% Magenta=15% Gulur=1% Svart=100%

Auðbrekka 12 | 200 Kópavogi

510 2700

Gagnaþjónusta

svansprent@svansprent.is

Opið frá 8:00- 16:30 mánudaga til fimmtudaga.

Opið frá 8:00- 16:00 á föstudögum.