Bréfagögn og umslög

Bréfagögn og umslög

Fyrirtæki sem vilja byggja upp góða ímynd senda
frá sér falleg og stílhrein bréfagögn. Með bréfagögnum er átt við bréfsefni, 
reikninga, greiðsluseðla, kvittanir, blokkir og minnisblokkir.
Við afgreiðum bréfsefni, reikninga og greiðsluseðla í snyrtilegum öskjum.

Umslög

Falleg umslög vekja athygli og kynna fyrirtæki á jákvæðan hátt.
Þegar umslög opnast á langhlið tölum við um umslög en poka ef þau opnast á skammhlið.

Algengustu stærðir/gerðir

C6   114x162  mm   með og án glugga
E65 110x220  mm   með og án glugga
M65 112x220  mm   með og án glugga
C65 114x229  mm   með og án glugga
C-5  162x229  mm   með og án glugga
C-4   229x324 mm   með og án glugga
B-4   255x354 mm                án glugga

Nafnspjöld og kveðjuspjöld

Við prentum nafnspjöld í öllum litum og notum ýmsar gerðir pappírs.
Ef afhendingartími er stuttur prentum við nafnspjöldin stafrænt.

Fyrir þá sem vilja leggja meira í nafnspjöldin getum við hleypt þeim upp með þrykkingu eða notað duft við upphleypingu, sem gefur glansáferð.

Algengasta stærð nafnspjalda er 55x85mm en kveðjuspjöld eru oft stærri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *