Skil á verkum

Skil á verkum

Í dag er krafa viðskiptavina að fá verki skilað á sem stystum tíma í sem
mestum gæðum fyrir lítinn pening.

Hér á eftir fara nokkur atriði sem geta hjálpað til svo unnt sé að verða
við þessum kröfum.

Tilbúið til prentunar

Til að verk teljist tilbúið til prentunar, þarf að skila því sem PDF skjal sem
er hæft til prentunar. Hér er nánari leiðbeiningar um PDF skjöl

(Linkur á PDF skjöl til prentunar)

Myndir

Format mynda: Mælt er með að vista myndir sem PSD, JPG, TIFF, EPS
eða JPG.Ef myndinni er ætlað að innihalda Pantone liti þá þarf að nota PSD.

Litasvið mynda: Við upphaflega vinnslu mynda eru þær oftast í RGB litasviði, æskilegast er að skila myndunum þannig og láta kerfið okkar sá um að varpa
þeim sjálfkrafa yfir í CMYK.

Hér má sjá nánari upplýsingar um RGB

Upplausn mynda: Best er að skila myndum fyrir prentun í 300 dpi ef kostur er,
en hægt er að komast upp með að nota myndir í minni upplausn, við höfum
sér myndir í allt að 150 dpi koma ágætlega út í prentun. Við mælum þó ekki með
að taka þá áhættu nema nauðsyn krefji.

Það ber einnig að hafa í huga að innskannaðar myndir eru viðkvæmari fyrir lægri upplausn.

Þekja: Ef myndum er skilað í CMYK, þá mælum við með að samanlögð þekja
í fjórlit fari ekki yfir 320%

Svarthvítar myndir: Myndir sem skulu prentast svarthvítar í einum lit skulu
vistaðar sem Grayscale, alls ekki sem RGB eða CMYK.

Vektor teikningar og texti

Litur á vektor teikningum og letri ætti að vera í CMYK, leyfilegt er þó að
nota RGB í vektor teikningum og texta, þó aldrei fyrir svartan eða hvítan.

Letur

Við mælum með að viðskiptavinir okkar noti Open Type, True Type
eða Type 1 (postscript) letur gerðir, þær eru öruggastar, minstar líkur
á fonta flakki með þeim.

Ef verkinu er ekki skilað sem PDF skal skila öllu letri með til prentsmiðju
sem nota á í verkinu, til að koma í veg fyrir að texti flæði vitlaust.

Blæði

Það er nauðsynlegt að láta allar myndir og grunna sem ná út í skurð,
blæða um minnst 3mm út fyrir skorna stærð verksins.

Svartir grunnar

Þegar á að prenta stóra svarta fleti mælum við með því að blanda fleirri litum
út í til að fá fallegri áferð og dýpri svartan lit. Litablandan sem við mælum með
er: Cyan=25% Magenta=15% Gulur=1% Svart=100%

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *